Bókasafnið býður börnum á aldrinum 10 (f. 2007) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 12.-15. júní. Leiðbeinandi verður Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00. Skráning og upplýsingar eru á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, netfang bokasafn@akranessofn.is eða síma 433 1200. Ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt að skrá sig því þátttökufjöldi er takmarkaður.
Finndu okkur á Facebook! 

Ritsmiðjan er fyrsti viðburður Barnamenningarhátíðar Akraness og Hvalfjarðarsveitar,  styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.