Í tilefni bæjarhátíðarinnar Írskir dagar kom sögukonan Sóla í heimsókn, keyrandi á sögubílnum Æringa, þann 29. júní. Fjöldi barna mætti og að lokinni sögustund fengu börnin að skoða sögubílinn að innan. 
Síðdegis var bókmenntaganga, “ Akranes heima við hafið“, bernskuminningar Baska rifjaðar upp. Dagskrá í umsjón nokkurra félaga í Leikfélaginu Skagaleikflokkurinn og bókasafnsins. Góð þátttaka var í gönguna sem lauk með tónlist í Lesbókin kaffi.