Uppskeruhátíð sumarlesturs barna á aldrinum 6-12 ára lauk 16. ágúst með veglegri Húllumhæ hátíð. Heiðursgestur hátíðarinnar var rithöfundurinn og vísindamaðurinn Ævar Þór Benediktsson. Hann las úr væntanlegri bók sinni, kemur út í haust, og spjallaði við krakkana. Ævar er mikill hvatningamaður lesturs og ánægjulegt að fá hann í heimsókn, en þema í ár var geimverur, himintungl og sólir. 185 börn skráðu sig til þátttöku í ár, en 119 börn voru virk. Þau lásu 1.339 bækur, samtals 79.608 blaðsíður. Að jafnaði hefur því hvert barn lesið um 11 bækur og 688 blaðsíður í sumar. Sá/ sú sem las mest las 3546 blaðsíður og sá sem las flestar bækur las 80 bækur.