Í allt sumar hefur staðið yfir „Sumarlestur“ hjá börnum á aldrinum 6-12 ára. Lesturinn hefur gengið mjög vel og góð þátttaka hefur verið. Safnið hefur iðað af lífi, börn að velja sér bækur til að lesa, skila og skrá lesturinn á bókamiða sem fer síðan  í „bókanetið“. 11. ágúst er lokadagur til að skila inn upplýsingum um lesnar bækur. Þann 16. ágúst n.k. er uppskeruhátíð sumarlestursins, Húllum-hæ hátíðin og hefst kl. 14. Allir sumarlesarar eru hvattir til að mæta og hitta rithöfundinn og vísindamannninn Ævar Þór. Það verður happadrætti sem styrktaraðilar kosta og allir fá einhvern glaðning. Mesti ávinningurinn er hjá börnunum, sem öðlast betri lestrarfærni og njóta yndislesturs. Einnig hafa krakkarnir verið að lesa bækur sem spurt verður úr í Spurningakeppni grunnskólanna, Brekkó og Grundó  í haust.