Kolbrún S. Kjarval, bæjarlistamaður Akraness 2017 sýnir leirverk á bókasafninu. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17 og stendur yfir til 22. desember. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins. Allir hjartanlega velkomnir við opnun sýningarinnar.