Norræn bókasafnavika er haldin hátíðleg með upplestrarkvöldi þann 16. nóvember kl. 20. Guðbjörg Árnadóttir handhafi menningarverðlauna Akraness 2017 les kafla úr bókinni Ís eftir finnska höfundinn Ulla-Lena Lundberg.  Ís hefur unnið sér fjölda verðlauna og var m.a. tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Norræna félagið á Akranesi stendur að dagskránni ásamt bókasafninu. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur að lestri loknum, auk þess sem myndir verða sýndar frá vinabæjarmóti s.l. sumar.