Gleðilegt nýtt ár
Gjaldskrá Bókasafns Akraness hækkar um 2,2% þann 1. janúar 2018. Margir lánþegahópar fá frítt bókasafnskort, t.d. öryrkjar, aldraðir og börn að 18 ára aldri. Þá eru dagsektir á bækur og fleiri safngögn 50% lægri  hjá börnum að 18 ára aldri en hjá fullorðnum. Allir sem eiga gilt skírteini á bókasafninu hafa aðgang að Rafbókasafninu og þar myndast aldrei sektir, bækur skila sér sjálfkrafa á skiladegi. Lánþegi velur lánstímann, 7, 14 eða 21 dagur.