Fyrsti fundur hjá Leshring bókasafnsins verður fimmtudaginn 18. janúar kl. 16:15. Fullbókað er í hópinn, en hægt að stofna fleiri hópa. Áhugasamir geta mætt og fylgst með umræðum. Á fundinum ræða þátttakendur áhugaverðar bækur sem lesnar hafa verið nýlega. Næsta bók sem hópurinn les sameiginlega er Kvöldverðurinn eftir Herman Koch. Fundir eru þriðja fimmtudag í mánuði,18. janúar, 15. febrúar, 15. mars, miðvikudaginn 18. apríl og 17. maí.