Farandsýningin um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi er á veggjum bókasafnsins og  stendur yfir til 21. apríl.  Fjölmenni var við opnun sýningar og góð aðsókn síðan. Sýningarhöfundar og hönnuðir eru: Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Guðrún Hrafnsdóttir. Efnt verður til kaffikviss / spurningarleiks um sögurnar í samvinnu við höfunda sýningarinnar, þann 12. apríl n.k.
Við viljum hvetja lánþega til að lesa bækur Guðúnar og taka síðan þátt í kaffikvissinu. Verðlaun í boði.