Hversu vel þekkir þú verk Guðrúnar frá Lundi?
Næsta fimmtudag 12. apríl  kl. 17.30 efnir Bókasafn Akraness til spurningakeppni eða kaffikviss úr verkum Guðrúnar frá Lundi en aðallega þó Dalalífi í tengslum við sýninguna Kona á skjön sem nú stendur yfir í safninu.  Spurningakeppnin er öllum opin og um að gera að mæta og taka þátt enda um laufléttar og skemmtilegar spurningar að ræða fyrir þá sem þekkja vel til verka Guðrúnar eða sem eru nýbúnir að lesa Dalalíf.  Hér er upphitunarspurning fyrir forvitna:   Ófáum Hrútdælingum er fylgt til grafar, og eins er efnt til þónokkurra brúðkaupa. En hvað hét hinn annálaði ræðumaður, prestur Hrútdælinga? 
Kaffi á könnunni og verðlaun í boði fyrir þá sem skora hæst!