Viltu læra að skrifa sögur?
Að skrifa sögu er eins og að baka köku. Allir geta gert það – allt sem þarf er að finna rétta hráefnið og blanda því saman. 

Í ritsmiðjunni læra þátttakendur: 
– hvaðan hugmyndirnar koma og hvernig við vinnum úr þeim sögur.
– að búa til fjölbreyttar sögupersónur 
– að búa til söguframvindu – byrjun, miðju og endi á sögu.
– að fá hugmyndir og skrifa með öðrumi í hóp og sem einstaklingar.

Ritsmiðjan verður dagana 11.-14. júní og er ætluð  börnum á aldrinum 10 (f. 2008) til 14 ára. Leiðbeinandi verður Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Nánar auglýst síðar.