Sumarlestur fyrir börn er að hefjast á bókasafninu, lestrarhvetjandi verkefni miðað að börnum á aldrinum 6-12 ára. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestrinum lýkur 10. ágúst. Þema í ár er Ísland 1918-2018. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og setja „bókamiða“ á Íslandskortið. Fyrir hverja 5 til 10 bækur lesnar fá börnin að velja sér dót úr dótakassanum. Þátttakendur skrá sig á bókasafninu og allir geta verið með. Þátttaka er ókeypis. Húllum- hæ lokahátíð er 15.ágúst  kl. 14 og þá verður happadrætti og farið í leiki. 

Allar persónulegar upplýsingar verða nýttar til úrvinnslu tölulegra gagna og verður þeim eytt að sumarlestri loknum í ágúst 2018. Persónulegum upplýsingum sem safnað er verður ekki deilt með þriðja aðila.