Árin líða eitt af öðru – og gleymast. En eitt er það ár, sem geymist öðrum fremur, árið 1918.
Í gönguferð um Skagann er horfið aftur til ársins 1918,  sögð saga nokkurra húsa og fólksins er þar bjó.
Göngunni lýkur í Gamla Kaupfélaginu þar sem boðið upp á  þjóðlegt tónlistaratriði í umsjón Huldu Gestsdóttur, Baldurs Ketilssonar og Sveins Arnars Sæmundssonar.

Gangan er fimmtudaginn 5. júlí kl. 17:30 og lagt er af stað frá Akratorgi. 
Dagskrá í umsjón Bókasafns Akraness og Leikfélagsins Skagaleikflokkurinn.