Viðgerð stendur yfir í barnadeild bókasafnsins, en þar hefur orðið vart við leka frá þaki og skemmdir hafa ágerst sl. mánuði. Barnadeild hefur því verið flutt yfir í unglingadeild og svo er einnig með dagblaðahornið. Smábarnadeildin er enn á sínum stað.  Starfsfólk vinnur við að fara yfir safnkostinn og kanna hvort skemmdir hafi orðið á bókum eða öðru safnefni og búnaði.
Við biðjumst afsökunar á óhagræðinu sem þetta veldur safngestum okkar og ekki síst börnum sem taka þátt í Sumarlestri 2018.