Á Bókasafninu er laus staða bókavarðar. Helgi Steindal bókavörður hefur sagt starfi sínu lausu og ráðið sig í stöðu bókasafns- og upplýsingafræðings hjá Landskerfi bókasafna. Í hlutastarf hefur verið ráðin Gunnhildur Ósk Signarsdóttir í stað Hönnu Louisu Guðnadóttur. Bókasafnið þakkar Helga og Hönnu Louisu fyrir góð störf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum starfs- og námsvettvangi. Helgi er lengst t.v. á myndinni og Hanna fjórða frá vinstri.

Hér má sjá rafrænt umsóknareyðublað fyrir bókavarðarstarfið.