Hlutverk Héraðsskjalasafns Akraness er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu  Akraneskaupstaðar,  til notkunar fyrir yfirvöld, stofnanir og einstaklinga, til þess að tryggja hagsmuni og réttindi þeirra og til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu sveitarfélagsins. Safnið hefur eftirlit með skjalasöfnum afhendingarskildra aðila og lætur þeim í té leiðbeiningar um skjalavörslu og ákveður um ónýtingu skjala, sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar.

Safnið starfar eftir lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands  og reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 Hlutverk safnsins er í meginatriðum tvíþætt:

a) Stjórnvaldshlutverk:
– Leiðbeina stofnunum sveitarfélagsins um skjalastjórn
– Hafa eftirlit með skjalavörslu stofnana sveitarfélagsins
– Varðveita eldri skjöl sveitarfélagsins á tryggan hátt
– Hafa skjölin skráð og aðgengileg til notkunar
– Afgreiða fyrirspurnir úr skjölum samkvæmt gildandi lögum

b) Menningarhlutverk:
– Safna og varðveita skjöl um sögu Akraness og Akrunesinga
– Rannsaka og kynna sögu Akraness t.d. með sýningum og útgáfum og þannig efla þekkingu á sögu sveitarfélagsins.
– Stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræðimanna á sögu Akraness.

Meginverkefni Héraðsskjalasafns Akraness er móttaka eldri skjala frá stofnunum og fyrirtækjum sveitarfélagsins, eftirlit og leiðbeiningar um skjalastjórn til stofnana og afgreiðsla fyrirspurna. Enn fremur söfnun einkaskjalasafna, sem eru sköl frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á Akranesi.