Þjónusta við sveitarfélagið

Í Héraðsskjalasafni Akraness er aðalgeymslustaður fyrir skjöl stofnana sveitarfélagsins. Héraðsskjalasafn er einnig eftirlitsaðili með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila og leiðbeinir þeim um skjalavörslu. Safnið getur staðið fyrir námskeiðum og  fræðslu um skjalavörslu fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Ennfremur ákveður Héraðsskjalasafn um ónýtingu skjala sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar. Óheimilt er að eyða skjölum án skriflegs samþykkis Héraðsskjalasafns Akraness nema fyrir liggi skjalavistunaráætlun sem samþykkt hefur verið af safninu.