Veröldin sem var

Veröld sem var – verkefni á vegum Akranesstofu og Safnasvæðisins á Akranesi. Sýning, dagskrá og safn um tímabilið 1950 til 1980 á Íslandi. M.a. voru tekin viðtöl við ríflega 60 Skagamenn sem tóku virkan þátt í daglegu lífi fólksins á Akranesi á þessum tíma, uppbyggingu, atvinnulífi, félagsstörfum og íþróttum. Hér má sjá brot úr nokkrum þessara viðtala, sem verða m.a. notuð í umræddri sýningu, „Veröld sem var“.