Bókin heim

Bókin heim er heimsendingarþjónusta til þeirra sem vegna fötlunar, aldurs eða annarra Mynd_0667630aðstæðna komast ekki í bóksafnið. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðarlausu. Komið er um það bil einu sinni í mánuði með bækur, sem starfsmenn velja í samráði við viðkomandi og ákveða einnig þann fjölda bóka, hljóðbóka eða annað safnefni sem fólk fær í hvert sinn. Þeim sem vilja notfæra sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við afgreiðslu safnsins í síma 433-1200 eða senda póst á bokasafn@akranessofn.is
Eldri borgarar fá ókeypis lánþegaskírteini við 67 ára aldur.

Sjónskertir og aldraðir geta leitað til Hljóðbókasafnsins  til að fá lánaðar hljóðbækur.
Á vefsíðu Hljóðbókasafn Íslands  er hægt að sjá hvaða þjónustu safnið veitir og hvaða bækur safnið á.

Leshringur

Á bókasafninu starfar leshringur yfir vetrarmánuðina og er öllum opinn meðan pláss leyfir. Fundir eru einu sinni í mánuði, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16:15 – 17:15. Áhugasamir hafi samband við safnið.
Hvar: Á  Bókasafninu, undir rauðu lömpunum
Hvenær: Fundir eru í september, október og nóvember. Hlé í desember en síðan í janúar og fram í maí.
Umsjón: Halldóra Jónsdóttir, halldora.jonsdottir@akranessofn.is 

Lesefni haustið 2018.
Á septemberfundi er rætt um bækur sem lesnar hafa verið um sumarið.
Októberfundur. Þúsund kossar / Jón Gnarr og ljóðabækur Inga Steinars Gunnlaugssonar.
Nóvemberfundur. Kallarinn / Fred Vargas og ljóðabókin Vammfirring eftir Þórarinn Eldjárn.

Lesefni haustið 2017 :   21. septemberer Morðið í stjórnarráðinu / Stella Blómkvist og Vísnabók Káins
                                     19. október Farðu burt skuggi / Steinar Sigurjónsson og ljóðabókin Hvar sem ég verð / Ingibjörg Haraldsdóttir
                                     16. nóvember. Umræður um október bækurnar.

Handavinnuhópar

Handavinnufólk hittist  alla mánudaga yfir vetrarmánuðina kl. 15-17:30
Annar hópur, Dúlluhópurinn hittist annan og fjórða hvern þriðjudag kl. 15-17
Allir eru velkomnir að koma og prjóna, hekla og eiga notalega stund á bókasafninu. Alltaf heitt kaffi á könnunni.