Sýningaraðstaða

Fjölnota sýningaraðstaða er á bókasafninu sem hentar fyrir myndlist, tónlist og viðburði af ýmsu tagi.

Allir geta haldið sýningu á bókasafninu – Listafólk á öllum aldri, með skemmtilegar hugmyndir á erindi til okkar og við gerum okkar besta í að finna góða lausn á uppsetningu.

Við höfum ágæta sýningaraðstöðu sem er öllum opin. Hér hafa verið settar upp sýningar af ýmsu tagi og við skoðum allar umsóknir með opnum huga – Ef þú ert í sýningarhugleiðingum hafðu þá endilega samband við okkur.