Árlega tilnefna börn á aldrinum 6-15 ára bestu barnabækur ársins. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur á veggspjaldinu sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er.
Kosið er um vinsælustu bækurnar og dregið um fjögur bókaverðlaun að verkefni loknu. Greiðið atkvæði og verið með! Kosningu lýkur 15. apríl.

Tilkynnt verður um 10 efstu bækurnar á sumardaginn fyrsta, 25. apríl sem munu þá komast áfram í kosningu KrakkaRÚV fyrir Sögur – verðlaunahátíð barnanna. Verðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV 1. júní.