Hefur þú einhvern tíman velt fyrir þér hvernig fréttablað er búið til?
Á Bókasafni Akraness dagana 11.- 14. júní milli kl. 9:00-12:00 verður boðið upp á námskeið í skapandi skrifum  fyrir krakka á aldrinum 10 – 14 ára. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Katrín Lilja Jónsdóttir blaðakona og ritstjóri Lestarklefinn.is

Á námskeiðinu fá krakkarnir að kynnast efni fréttablaða á skemmtilegan hátt og krakkarnir fengnir til að búa til efni í sitt eigið blað. Lokaafurð námskeiðsins verður lítið fréttabéf úr smiðju krakkanna. Skráning fer fram á Bókasafni Akraness og er þátttaka gjaldfrí.