Húllum-hæ hátíðin var haldin 14. ágúst og mættu um 110 börn. Gestur á hátíðinni var Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur, vísindamaður og rithöfundur. Góð þátttaka var í lestrinum, 215 börn skráð en 150 voru virk, komu reglulega í safnið og skráðu lesturinn. Þau lásu 1.761 bækur eða samtals 114.306 blaðsíður. Styrktaraðilar gáfu verðlaun og styrktu heimsókn Sævars Helga.