Bókasafnsdagurinn er 9. september. Markmið dagsins er þvíþætt: að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og að vera dagur starfsmanna safnanna. Við væntum þess að fá sem flesta gesti í safnið og njóta dagsins með starfsfólki safnsins.

Birtar verða niðurstöður um uppáhaldsbók lánþega, en í síðustu viku kusu gestir sem komu á safnið uppáhalds bókina sína.

Sektarlaust dagur.

Vöfflukaffi milli kl 15-17, eða meðan birgðir endast.