Frá og með 1. október er Bókasafnið opið á laugardögum, kl. 11-14 og bætist við hefðbundinn afgreiðslutíma. Laugardagar eru fjölskyldudagar og verður eitthvað um að vera í safninu á laugardögum í vetur. Laugardaginn 5. október verður sýnikennsla í kökuskreytingum en Bókasafnið hefur nýlega hafið útlán á kökuformum.