Bókasafn Akraness er að taka upp þá nýbreytni  á nýju ári að opna safnið kl. 10. 00 virka daga og bjóða upp á Opnun án þjónustu, þar til safnið opnar á hefðbundnum tíma kl. 12:00.  Gestir eru velkomnir  í safnið að skoða bækur, tímarit og dagblöð. Fá sér kaffisopa, nota þráðlaust net, komast í tölvu, taka bækur að láni í sjálfsafgreiðslu og skila. Í safninu er ein sjálfsafgreiðsluvél og einnig leitartölva þar sem gestir geta flett upp safnkosti. Ef gestir þurfa aðstoð er þeim bent á að koma eftir kl 12:00, en þá er boðið upp á fulla þjónustu.