Bókasafn Akraness verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars og fram yfir páska, samvæmt tilmælum frá stjórnvöldum og Almannavörnum Hertar takmarkanir. Lokunin á einnig við Svöfusal, lessal.

Sektir reiknast ekki á bækur meðan lokun er. Við munum birta á næstu dögum leiðbeiningar um skil á bókum,  ef þess er þörf. Og hvort hægt verði að veita viðskiptavinum safnsins aðgang að nýju lesefni með pöntunarþjónustu.

Rafbókasafnið er opið öllum þeim sem eiga bókasafnskort í gildi. Hvetjum alla að kynna sér  bókakostinn þar, bæði ebækur og hljóðbækur.