Bókasafnið heldur óbreyttum opnunartíma á meðan á samkomubanni stendur en viðburðum og klúbbum hefur hinsvegar verið frestað um sinn.

Vð leggjum áherslu á aukin þrif þar sem snertifletir eru sérstaklega hreinsaðir að lágmarki tvisvar á dag, svo sem, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem við þrífum allar okkar bækur þegar þeim er skilað.

Einnig viljum við benda á að Rafbókasafnið, sem er aðgengilegt öllum sem eru með bókasafnskort, er alltaf opið. Snertilausar bækur hafa sína kosti. Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið á snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar má nálgast á rafbokasafn.is.

Við vekjum athygli á að á leitir.is er hægt að taka frá titla og framlengja lán.
Skilakassi er í Krónunni, þar sem hægt er að skila bókum þegar safnið er lokað.
Verið velkomin en höldum hæfilegri fjarlægð!