Akraneskaupstaður hefur lagt fram aðgerðir til viðnáms Covid_19, sem hafa það að leiðarljósi að efla hamingju og velferð íbúa. Eitt af áhersluatriðunum undir liðnum „Stuðningur til heilsueflingar og til íþróttastarfs menningar og lista“ er Frítt kort í bókasafnið fyrir Akurnesinga fyrir árið 2020. Við fögnum þessari samþykkt bæjarsjórnar.