Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára hefst 2. júní og stendur yfir til 7. ágúst.  Þema í ár er „Land verður til“. Í hverri heimsókn á Bókasafnið fá þátttakendur tækifæri  til að taka þátt í að skapa land á VEGGINN, setja inn fjöll, vegi, bæi, hús, farartæki og krakka á ferð um landið. Verkefnið er unnið í samvinnu við Menntamálastofnun. Allir geta fengið Lestrarlandakortið, þar sem finna má fjölbreyttar tegundir bóka, sem vegvísir í lestrinum.

Ritsmiðja verður dagana 9.-12. júní og er miðuð að börnum og unglingum á adrinum 10 (f. 2010) -14 ára. Leiðbeinandi verður Sunna Dís Másdóttir, skáld og ritlistarleiðbeinandi.  Ókeypis er á námskeiðið, en nauðsynlegt er að skrá sig. Hámarksfjöldi er 15 börn.