Dagana 9. – 12. júní verður Ritsmiðja á Bókasafninu fyrir börn á aldrinum 10 – 14 ára. Skráning er hafin og er hámarksfjöldi 15 börn. Námskeiðið er gjaldfrítt og er frá kl. 9.30 – 12.00. Bókasafnið opnar kl. 9.00 fyrir þátttakendur. Leiðbeinandi er Sunna Dís Másdóttir, skáld og ritlistarleiðbeinandi.