Bókasafnið er opið á hefðbundinn hátt en biður gesti sína að hafa í huga reglur sem stjórnvöld hafa gefið út á þessum fordæmalausu tímum. 

Virðið 2 metra regluna.
Við inngang er handspritt og einnig er handspritt við sjálfsafgreiðsluvél og leitartölvu og er gestum bent á að nota handspritt fyrir og eftir notkun. Starfsmenn hreinsa helstu snertifleti reglulega.
Dagblöð eru fram í sal og en ekki er mælt  með lestur blaða á safninu eins og er.
Allt safnefni er hreinsað áður en það fer í hillu.
Bókasafnskort eru ókeypis í ár og gilda þau einnig á Rafbókasafninu.