Uppskeruhátið sumarlesturs barna hefur verið frestað, vegna kórónuveirufaraldursins.  Hertar aðgerðir stjórnvalda tóku gildi þann 31. júlí og gilda að óbreyttu til þrettánda ágúst. Þar af leiðandi er óhjákvæmilegt að fresta Húllumhæ hátíðinni sem átti að fara fram þann 12. ágúst n.k.

Bókasafnið er opið og eru allar bækur og plöstuð tímarit sem skilað er inn sótthreinsuð  áður en safnefnið fer í hillu. Safngestir eru beðnir um að nota sjálfsafgreiðlsuvélina við skil á bókum og bent á að auðvelt er að lána sér bækur út. Þá þarf bókasafnskortið og pin númer kortsins. Bókaverðir aðstoða við notkun á vélinni. Þökkum viðskiptavinum fyrir góða samvinnu undanfarna mánuði.

Rafbókasafnið er alltaf opið og þar notar lánþeginn bókasafnskortið og pinnúmerið til að lána sér bækur. Snertilaus viðskipti.