Vetrarafgreiðlsutími tekur gildi 1. október og þá bætist við hefðbundinn afgreiðslutíma að opið er á laugardögum kl. 11-14.  Laugardagar eru fjölskyldudagar og eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar í heimsókn. Fyrsta laugardaginn að þessu sinni verður boðið upp á bjölluþraut. Ef aðstæður leyfa verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á laugardögum í vetur, föndur, spil og kökuskreytingar.