Ný  reglugerð frá heilbrigðisráðherra tók gildi 5. október og gildir til og með 19.október nk. Reglugerðin felur i sér  takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hefur þau  áhrif að á bókasöfnum  mega ekki vera fleiri en 20 manns inni á samtímis að meðtöldu starfsfólki. Börn fædd 2005 og síðar teljast ekki með. Dagblöð eða tímarit til að lesa á staðnum eru ekki í boði og kaffi er ekki í boði. 

Svöfusalur er sér rými  og ekki mega vera fleiri í rýminu en svo að 1 metri geti verið
á milli óskyldra aðila Jafnframt verður að tryggja að gestir haldi 1 meters fjarlægð milli sín.

Gestir eru beðnir um að virða þessa reglu og dvelja ekki lengi inni á Bókasafninu og spritta hendur  reglulega. Snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega.