Bókasafnið er lokað vegna hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda og verður lokað um óákveðinn tíma. Hægt er að panta bækur í síma 4331200, í tölvupósti á netfanginu bokaverdir@akranessofn.is eða í gegnum leitir.is. Ekki er tekið gjald fyrir frátektir að sinni. Í suðuranddyri höfum við sett fram borð þar sem hægt er að sækja frátektir og vagn þar sem hægt er að skila bókum um leið. Afhendingartími er á milli 10 og 16 virka daga. Einnig viljum við minna á skilakassann í Krónunni, hann verður á sínum stað. 
Skrá sig inn á leitir.is og finna bókina sem þið viljið fá lánaða í safni Bókasafns Akraness. Hægt er að panta bæði bækur sem eru inni í hillu og bækur sem eru í útláni. Við  finnum bókina og höfum samband símleiðis.
Munið, alltaf hægt að hringja og panta, s. 433 1200,  virka daga kl. 10-16.