Bókasafnið óskar viðskiptavinum sínum  og öðrum landsmönnum gleðilegt ár og þakkar samskiptin á liðnu ári. Það reyndi á að finna nýjar leiðir á Covid árinu, hvernig bókasafnð gæti komið til lánþega, þegar þeir máttu ekki koma á bókasafnið. Hertar aðgerðir stjórnvalda á tímum farsóttar tóku gildi og breyttu ölli okkar lífi. Þjónustan „að patna og sækja í anddyrið“ var mjög vinsæl og mun trúlega vera komið til að vera í einhverri mynd. Bókasafnið er opið á hefðbundnum afgreiðslutíma og er að hefja útsendingu á áminningu um skiladag safngagna og rukkanir, en slíkt hefur legið niður síðan í október. Nú er tími að skila og fá sér nýtt lesefni. Öll gögn sótthreinsuð milli viðskiptavina.