Ný reglugerð um fjöldatakamarkanir vegna farsóttarinnar tók gildi 8. febrúar og gildir til og með 3. mars.  Allt að 150 manns mega vera á Bókasafninu að því tilskyldu að dreifing sé góð um svæðið, grímuskylda og að gestir noti handspritt við innkomu. Börn  fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglum um grímuskyldu, nálægðarmörk og fjöldatakmörkun.
Foreldramorgnar hefjast í dag eftir langt hlé, opnum kl. 10.  Foreldrar í fæðingarorlofi og ungbörn eru velkomin, nóg pláss.