Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi í dag, 25 mars. Tíu manna fjöldatakmörkun verður á Bókasafninu en börn fædd 2015 og siðar eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörkun, nándarreglu og grímuskyldu, þ.e. 6 ára og yngri. Hertar reglur munu gilda í 3 vikur. Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar.
Við hvetjum lánþega að notfæra sér pöntunarþjónustu. Fara á leitir.is og setja inn frátekt, senda okkur skilaboð á facebook eða hringja. Stoppa stutt við í safninu og nota sjálfsafgreiðlsuvélina.

Þá er Rafbókasafnið alltaf opið.