Nýlega veitti Bókasafnið tveimur heppnum þátttakendum í kosningunni á bestu eða skemmtilegustu barnabókum ársins, bókaverðlaun. Þær heppnu voru Sara Ósk 11 ára og Indiana Alba 7 ára. Vinsældalistinn sem valinn var á Bókasafninu er þessi: 1. Lára lærir að lesa. 2. Orri óstöðvandi: Bókin hennar Möggu Messi 3. Harry Potter og leyniklefinn  og Binna B. Bjarna: Flöskuskeytið . Kærar þakkir fyrir þátttökuna og fylgist með aðalverðlaunahátíðinni á KrakkaRúv í byrjun júní.