Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar  tók gildi 10. maí og gildir til og með 26. maí 2021. Samkvæmt reglugerðinni má gestafjöldi vera 50 manns. Áfram er grímuskylda og 2 metra reglan gildir um fólk sem er ekki í nánum tengslum. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2005 og síðar. Verið velkomin á Bókasafnið, starfsemin er að færast í eðlileg horf.