Sýningin heitir Bland í poka og verða þar sýndir skúlptúrar. Tinna Royal bæjarlistamaður sýnir það sem hún  hefur verið að vinna að frá því vetur.

„Eins sætar og Royal sýningar eru alltaf þá er þessi ein sú girnilegasta sem gerð hefur verið. Ég er að rannsaka ástæður þess að ég hef haft skyndibita og sætindi á heilanum frá því ég var barn og hvort hægt sé að hafa einhver áhrif á það samband.
Verkin eru allskyns matvæli í yfirstærð, stór og ýkt eins og barn dreymir um borða“, segir Tinna Royal um sýninguna sína.
Formleg opnun sýningar er föstudaginn 11.júní frá 16-18. Verið velkomin
Sýningin stendur til 9.júlí.