Lokahátíða Sumarlesturs barna 2021 er á miðvikudaginn 18. ágúst og hefst kl. 14:00. 105 börn tóku þátt í lestrinum í ár og lásu 662 bækur eða samtals 56.149 blaðsíður. Að meðaltali hefur því hvert barn lesið 6 bækur í sumar. Vel gert. Á lokahátíðinn verður farið í ratleiki og þrautir, sem Gunnhildur sumarstarfsmaður hefur skipulagt. Hvetjum alla þátttakendur að mæta á lokahátíðana. Happadrættisvinningar hafa verið dregnir út og verða afhentir þriðjudaginn 17. ágúst kl. 14, eða eftir samkomulagi. Styrktaraðilar, Hallbera Jóhannesdóttir, Penninn, Íslandsbanki og ÍA gáfu vinninga og samstarf var við Skessuhornið um lesara vikunnar.