Bókasafnsdagurinn er dagur þeirra sem starfa á bókasöfnunum og á deginum viljum við vekja athygli á starfsemi safnsins. Vetur fer í hönd og upplagt að kynna vetrardagskrána, bjóðum gesti velkomna. Sögustundir, prjónakaffi, leshringi, fjölskyldustundir á laugardögum og það verður óvenjuleg sýning á VEGGNUM. 
Mikilvægi lesturs og læsis er óumdeilanlegt. Bókasöfnin eru einn af hornsteinum lestrarmenningar Íslands og þess vegna leggjum við áherslu á læsi í slagorði bókasafnsdagsins: Lestur er bestur – fyrir jörðina. Að eiga bókasafnskort er góð fjárfesting.