Þann 1. september s.l. var sú breyting gerð hjá bókasafninu að Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur fór úr stöðu bókavarðar í stöðu deildarstjóra. Við fögnum þessari breytingu og væntum mikils af Ingibjörgu í stöðu deildarstjóra, þar sem háskólamenntun hennar fær að njóta sín í starfi. Hún mun m.a. koma að innleiðingu á nýrri útgáfu af bókasafnskerfinu Gegni, en nýja útgáfan verður væntanlega tekin í notkun í júní 2022.  Þess má geta að Ingibjörg var í mörg ár safnstjóri bókasafns Grundaskóla.