Viðskiptavinir bókasafna geta fengið lykilorð sem veitir þeim aðgang að „Mínum síðum“ á vefsvæðinu leitir.is Lykilorðin eru afhent í afgreiðslu eða upplýsingaþjónustu safnsins, gegn framvísun skírteinis.
Á „Mínum síðum“ geta viðskiptavinir:
- Séð hvað þeir eru með í láni
- Endurnýjað lán (ef enginn biðlisti er á gögnunum)
- Til að framlengja láni á kvikmyndum þarf að hringja í Bókasafnið
- Sett sig á biðlista eftir gögnum sem eru í útlán
- Leitið fyrst að bókinni, finnið eintakið og smellið á Taka frá
- Skoðað frátektirnar sínar og séð hvar í röðinni þeir eru
- Skoðað fyrri útlán sín (aðeins 100 síðustu útlán sjást)
Eftir sem áður er viðskiptavinum velkomið að hringja í Bókasafnið og spyrjast fyrir um stöðu sína eða fá láni framlengt.
Síminn er 433 1200.