Rafræna hillan

leitir.is
Gegnir er bókasafnskerfi sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna. Kerfið veitir aðgang að skrám um safnkost stærstu bókasafna landsins, þar á meðal Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns. Gegnir er leitarbær í miðlægu safnagáttinni  leitir.is 

Hvar.is
Hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Aðgangurinn er opinn og endurgjaldslaus hjá notendum á Íslandi sem eru tengdir íslenskum netveitum þar sem hið opinbera, bókasöfn, stofnanir og fyrirtæki hafa þegar greitt fyrir áskriftirnar.

Tímarit.is
er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga.

Gagnasafn Morgunblaðsins
Bóksafn Akraness er áskrifandi af gagnasafninu, nauðsynlegt er að fá aðgang hjá bókavörðum.

E- EÐA RAFRÆNAR BÆKUR
Free e-Books
Á þessari síðu er aðgangur af fríum rafrænum bókum.  Raða er eftir efni og tungumálum.

Freebook.com
Einnig er að finna á þessari síðu aðganga af ýmsum rafrænum bókum um ýmis málefni.

Netútgáfan
Íslenskar rafrænar bækur um þjóðsögur, íslendingasögur, Biblíuna og fleira.

Á Bækur.is er hægt að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka. Er vefurinn rekinn af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.