Sýningar

Fjölnota sýningaraðstaða er á bókasafninu sem hentar fyrir myndlist, tónlist og viðburði af ýmsu tagi. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust og eru sýningar opnar á afgreiðslutíma safnsins.

Allir geta haldið sýningu á bókasafninu – Listafólk á öllum aldri, með skemmtilegar hugmyndir á erindi til okkar og við gerum okkar besta í að finna góða lausn á uppsetningu.

Við höfum ágæta sýningaraðstöðu sem er öllum opin. Hér hafa verið settar upp sýningar af ýmsu tagi og við skoðum allar umsóknir með opnum huga. Ef þú ert í sýningarhugleiðingum hafðu þá endilega samband við okkur í síma 433 1200 eða bokasafn@akranessofn.is.

Umsókn um sýningu – umsóknareyðublað – í vinnslu
Umgengnisreglur – í vinnslu
Fyrri sýningar
Mars/apríl 2021 – Myrka Ísland, Lúkas Guðnason og Jónsi
Mars 2020 – 52 spjaldofin bókmerki – Philippe Ricart
Júní /júlí 2020 – Tálgaðir fuglar. Arnþór Ingibergsson
Október 2020 – Zentangle, Borghildur Jósúadóttir og Steinunn Guðmundsdóttir.
Október 2020 – KRÓSK, Kristín Ósk Halldórsdóttir tískuhönnuður
Júlí – Sementspokinn, stolt Sementsverksmiðjunnar
Júní 2019 – Hvalvertíð – Baski
Feb-mars 2019. Líf í tuskunum – Inga Guðjónsdóttir sýndi bútasaumsteppi