Þjónusta

Bókasafn Akraness veitir notendum sínum margvíslega þjónustu. Auk útlána í safninu sjálfu stendur bókasafnið meðal annars fyrir sögustundum fyrir börn, safnkynningum fyrir grunnskólanemendur sérstakri heimsendingarþjónustu við sjúka og aldraða, útlánaþjónustu við áhafnir skipa og millisafnalánum svo nokkuð sé nefnt. Lánþegar greiða sérstaklega fyrir ýmsa þjónustu t.d. pantanir, millisafnalán, ljósritun og fyrir gjaldskylt safnefni samkvæmt gjaldskrá.

Bókasafn Akraness tekur á móti  bókagjöfum sem gefnar eru án kvaða. Ekki er hægt að greiða fyrir vanskilasektir með bókagjöfum.

Meira um þjónustuna:

Fundaaðstaða

Pantanir og millisafnalán

Skönnun, ljósritun

Safngestir hafa aðgang að tölvu og fjölnotatæki sem býður upp á ljósritun eða skönnun gagna, ýmist til útprentunar eða að gögn eru send í tölvupósti eða vistuð á minnislykili. Greitt samkvæmt gjaldskrá.