Fyrir foreldra

Eitt af markmiðum Bóksafns Akraness er að efla íslenska tungu, stuðla að símenntun og örva lestraráhuga.
Bókasafnið veitir börunum og ungu fólki greiðan aðgang að fjölbreyttum bókakosti og öðrum gögnum, þar á meðal tölvubúnaði og upplýsingum á tölvutæku formi.

Börn
Í barnadeild  er að finna  bækur, tímarit, hljóðbækur, mynddiska, geisladiska og margmiðlunarefni.
Öll börn og ungt fólk að 18 ára aldri geta fengið ókeypis bókasafnsskírteini en þau sem eru yngri en 12 ára þurfa að hafa samþykki forráðamanns við innritun í safnið. Glatist skírteini þarf að greiða fyrir nýtt samkvæmt gjaldskrá.

Foreldramorgnar
Foreldramorgnar, opið hús verða haldnir alla fimmtudag í mánuði  kl. 10:00-12:00, frá og með 1. október og fram á vorið.
Foreldrar,  verðandi foreldrar og ungbörn eru velkomin. Umsjón: Tinna Rós Þorsteinsdóttir bókavörður

Tölvur
Börn og unglingar (12 ára og eldri) hafa aðgang að netkaffitölvu safnsins og handhafar lánþegaskírteinis greiða ekki fyrir aðgang að tölvu, 30 mínútur hvern dag.

Sumarlestur
Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni sem bókasafnið stendur fyrir í samvinnu við skólasafnverði grunnskólanna. Sumarlestur er fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára og hefst 1. júní, er skóla lýkur á vorin og stendur fram til 5. ágúst. Húllum hæ hátíð, lokahátíð sumarlestursins er að jafnaði annan miðvikudag í ágúst og hefst kl. 14:00.

Ritsmiðja
Bókasafnið býður börnum á aldrinum 9-12 ára að taka þátt í ritsmiðju. Undanfarin ár hefur ritsmiðjan verið í byrjun júní og hefur safnið fengið rithöfund til að stýra smiðjunni, auk starfsmanns bókasafnsins. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að örva sköpunarkraft barnanna og nýta hann til sagnagerðar / ljóðagerðar. Verkefnið hefur notið styks frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Fyrir kennara

Opið bókasafn
Leikskólakennarar hafa aðgang að safninu  með  nemendur sína frá kl. 10 að morgni virka daga,  til að skoða bækur og lesa í barnadeild safnsins. Heimsókn án þjónustu, þar til safnið opnar kl. 12, en aðgengi er að sjálfsafgreiðsluvél.  Gengið er inn að norðanverðu.

Sögustundir
Yfir vetrartímann, frá 1. október til  31. maí, er boðið upp á  sögustundir fyrir leikskólanemendur. Þessar sögustundir eru á þriðjudagsmorgnum, frá kl. 9.  Panta verður heimsókn með minnst eins dags fyrirvara í síma 433 1200 eða á póstfangið bokasafn@akranessofn.is  Staðfesting verður send ef pantað er á póstfangið. Tiltaka skal fjölda og aldur barnanna þegar pantað er.

Í sögustundum er lesið fyrir börnin, þeim sagðar sögur og farið með vísur og þulur. Einnig er spjallað við börnin um lesefnið.
Það er bæði lesið upp úr nýjum og gömlum íslenskum bókum og bókum sem starfsmenn hafa þýtt. Oftar en ekki er myndunum varpað upp á vegg svo að allir sjái betur.
Umsjónarmaður sögustunda er Ásta Björnsdóttir, bókavörður.

Safnkynningar
Bókasafn Akraness leggur áherslu á gott samstarf við kennara á öllum skólastigum.  Bókasafnið býður upp á safnkynningu fyrir nemendur og kennara 4. bekkjar Grunnskóla Akraness. Tilgangurinn með safnkynningum fyrir skólanema er að þeir læri að þekkja almenningsbókasafnið sitt þannig að það nýtist þeim sem best í leik og starfi.
Safnkynningin tekur um 40 mínútur og fer fram í Svöfusal.  Í henni felst:

  • Farið yfir reglur bókasafnsins
  • Bókasafnsskírteini
  • Sjálfsafgreiðsla
  • Skipulag barnadeildar
  • Kynning á safnkosti
  • Gengið með nemendum um bókasafnið
  • Nemendur fá að sjá vinnusvæði starfsfólks

Hafið samband í síma 433 1200 eða á netfangið bokasafn@akranessofn.is
Aðrir bekkir eru einnig hjartanlega velkomnir.

Safnheimsóknir
Hægt er að óska eftir og panta aðstöðu og aðstoð vegna þemavinnu, ritgerðavinnu eða hvað annað sem verið er að vinna með kennslu hverju sinni.
Nánari upplýsingar eru í s. 433 1200 eða bokasafn@akranessofn.is